Gróðurhús við alla grunnskóla

Gróðurhús við alla grunnskóla

Ræktum grænmeti og ávexti í skólunum, þá tengjast börnin náttúrunni beint. Það eykur skilning þeirra á heiminum og tengingu þeirra við náttúruna, sem leiðir til sjálfbærni í framtíðinni og stuðlar að fæðuöryggi. Um er að ræða reynslunám, þar sem nemendur læra með því að gera, ekki bara með því að lesa um að gera.

Points

Frábær hugmynd. Þetta er það sem vantar í ríkara mæli inn í skólakerfið, að læra með því að gera.

hvar á að byrja, það er hægt að læra um varma og árstíðir og líffræði og plöntur og landafræði og að vera forvitin og veita plöntum umhyggju, sjá þær vaxa og sýna umhyggju og að rækta sina eigin ávexti og grænmeti og að bera virðingu fyrir mat. Þetta er yndisleg og ótrúlega góð hugmynd.

Skemmtileg hugmynd en væntanlega of dýr því fyrir utan að byggja gróðurhúsið þá þyrfti starfsmann til að sjá um það.

Frábær hugmynd. Kennir nemendum um sjálfbærni sem er stór þáttur í Aðalnámskrá grunnskólanna. Það er hægt að nýta gróðurhúsið m.a í náttúrufæði, stærðfræði,heimilisfræði.

Frábær hugmynd og myndi verða einföld í framkvæmd með góðu skipulagi. Nemendur myndu njóta þess að sjá afrakstur vinnu sinna lifna við, vaxa og dafna.

Frábær aðferð til að læra allskonar samþætt um náttúrulega ferla, hringrásir, næringarfræði, manneldi, lýðheilsu, jarðfræði, náttúrufræði og almennt að tengja nemendur við náttúruna og uppruna matvæla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information