Göngustígurinn sem liggur meðfram blokkunum í Vesturbergi er orðinn slitinn og grófur á köflum sem kemur sér t.d. illa fyrir krakka sem fara um á hlaupahjólum. Það versta við þennan stíg er þó hvað hann er orðinn svakalega ljótur í útliti vegna stanslauss bútasaums undanfarinna áratuga, sökum framkvæmda í götunni. Sums staðar er einnig slit í malbiki næst niðurföllum, og er hægt að detta þar.
Þetta er eðlilegur hluti af viðhaldi rúmlega 40 ára gamals stígs, enda líftími malbiks ekki endalaus - allra síst þegar margbúið er að grafa skurði í stíginn vegna framkvæmda undanfarinna áratuga í götunni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation