Fegrum göngin undir Snorrabraut

Fegrum göngin undir Snorrabraut

Göngin undir Snorrabraut eru bráðnauðsynleg gangandi vegfarendum og hjólafólki sem þarf að komast milli Hlíðanna og miðbæjar. Svæðið er núna ljótt vegna skemmdarverka metnaðarlausra aumingja með tússpenna og spreibrúsa, sem ekki hafa neinn listrænan metnað annan en að skrifa nafnið sitt á sem óskiljanlegastan máta. Hugmyndin er að fá einhvern með listrænan metnað til að gera heildstætt vegglistaverk yfir allan vegginn. Bjóðum verkefnið út, fáum tilboð frá alvöru vegglistamanni með metnað.

Points

Ég vill fegra göngin undir Snorrabraut, en ekki má gleyma að göngin sjálf eru listaverk (Architect-úr). Þetta vandamál er vissulega víðtækari en Hlíðarnar og rökræðan, að mínu mati, á við allar byggingar ríksins (okkar eignum). Það á ekki þurfa að mála veggja-listaverk á allar ríkiseignir einungis til að sporna gegn veggja-kroti. Setja þarf strangari refsingar gegn veggja-kroti. Flestir veggja-krotarar eiga sér "tákn" sem ætti vera hægt að rekja með aðstoðar ríkisbúa og samfélagsmiðla.

1. Lýtin sem nú eru þarna yrðu fjarlægð. 2. Heildsætt vegglistaverk fengi líklega að vera í friði fyrir skemmdarvörgum, frekar en ómálaður veggur. 3. Með þessu væri svæðið fegrað og gert áhugavert líka. 4. Þetta er ódýr framkvæmd sem skilur mikið eftir sig.

Það þarf sannarlega að fegra göngin en það þarf líka að breyta þeim fyrir hjólandi vegfarandur. Ég fer þarna um svo til á hverjum degi, hjólandi eða gangandi og það ætti að vera lítið mál, sýnist mér að breyta tröppunum sem nú eru þarna í tröppur og hjólabrekku. Göngin eins og þau eru núna eru ekki mikið notuð, þar fara fáir um og meðan þau eru svona dimm og drusluleg og fáfarin þá beinir fólk t.d. ekki börnunum sínum þangað niður. Skora á borgaryfirv0ld að kippa þessu í liðinn.

Já, göngin eru mannvirki (frekar en „listaverk“). Það er ekki þar með sagt að það megi ekki mála þau. Ég hefði viljað sjá önnur rök gegn hugmyndinni en að göngin séu séu arkítektúr. Hjá mér vekur þetta upp spurninguna: Eru einhvers staðar einhver göng eða mannvirki sem eru ekki arkítektúr? Mætti þá ekki mála vegglistarverk neins staðar? Vissulega á ekki að þurfa að mála vegglistaverk á öll mannvirki í ríkiseign (eða í eigu sveitarfélags). En það er enginn að leggja það til. Hér er tillaga um þessi tilteknu göng en ekkert umfram það. Kannski myndu strangari refsingar gegn veggjakroti almennt og yfirleitt duga til að sporna gegn því (en kannski ekki). Það er a.m.k. ekki á færi borgaryfirvalda að breyta hegningarlögum. Veggjakrotarar eiga sér vissulega sín tákn. En það er ekki hægt að nota þau til að sanna glæp á einn eða neinn. Það er alltaf möguleiki á að einn krotari komi sök á annan með því að herma eftir tákninu. Mér skilst að veggjakrotari verði ekki dæmdur nema hann beinlínis náist á mynd við iðjuna -- og þá andlitsmynd af honum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information