Það þarf á einhvern hátt að gera fólki auðveldara fyrir þegar það fer yfir Höfðabakkann um göngustígana sem liggja að honum beggja vegna, þarna alveg efst þar sem hann tengist Hólahverfinu.
Það liggja göngustígar þarna að en svo þegar maður fer þarna yfir þá er eins og ekki sé ætlast til þess. Kantar eru háir og eyjurnar sem maður fer um eru litlar. Þurfi maður að stoppa á miðri leið á hjóli þá er hjólið fyrir umferðinni því miðeyjan er svo mjó.
Ég setti inn nokkrar hugmyndir eða var fylgjandi öðrum varðandi þessi gatnamót. Ég vissi vel að þær hugmyndir væru of stórar fyrir þennan pott, en þessa hugmynd setti ég inn í þeirri von að hægt væri að gera eitthvað fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. T.d. að lækka kanta. Það þarf ekki upphitun eða umferðarljós til þess! (ég skil reyndar ekki af hverju það þarf upphitun fyrir umferðarljós, né heldur þá hugmynd að setja umferðarljós, það hljóta að vera til betri lausnir. Fyrsta skref í að bæta gatnamótin væri að loka Blikahóla innkeyrslunni, sem eiga aðra innkeyrslu). Allavega, ég harma þá afgreiðslu að setja þessa hugmynd í pott með öðrum dýrari hugmyndum um þessi gatnamót. Ég skil ekki forsenduna fyrir þessari höfnun.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation