Tvíbreiður Bústaðavegur

Tvíbreiður Bústaðavegur

Bústaðavegurinn er tvíbreiður á báðum endum (við sprengisand og aftur við LSH), en hann mjókkar fyrir miðju. Þetta er mikill flöskuháls þar sem Bústaðarvegurinn er umferðarþung gata. Með því að gera bústaðaveginn tvíbreiðann alla leið mætti draga úr þessum áhrifum eða jafnvel koma alfarið í veg fyrir þau.

Points

Hugmyndin er góðra gjalda verð en því miður afleit. Fyrir hið fyrsta þá á Bústaðarvegur ekki að vera jafn umferðarþung gata og raun er. Öll þessi umferð ætti að sjálfsögðu að fara um Miklubraut sem er fyrir hönnuð og ætluð fyrir þennan umferðarþunga, sem Bústaðarvegur er ekki. Helst ætti að loka henni í endann hjá Sprengisandi ef eitthvað er. Sameina þannig hverfið betur. Byrja á að loka fyrir vinstri beygju af Reykjanesbraut til sans við bann vinstri beygju af Bústaðarvegi á Reykjanesbraut?

Það er mikill flöskuháls á álagstímum að koma inn á einbreiða hluta Bústaðarvegar og eru dæmi þess að á álagstímum þurfi bílar að stöðva tvisvar til þrisvar sinnum við hver götuljós á leðinni þegar mikill umferðarþungi er. Þetta gerir það erfitt fyrir fólk sem fer úr hverfinu og fer Bústaðarveginn til vesturs að morgni og austurs seinnipart dags.

Það hrikalega mikil umferð á Bústaðavegi. Börnin okkar sem búum fyrir ofan götu eins og sagt er þurfa að sækja alla sína íþróttaiðkun í hverfinu niður í Vík. Síðan þurfa börnin fyrir neðan götu að sækja einhverjar æfingar í Réttó og allir unglingarnir þurfa stöðugt að fara yfir Bústaðaveginn. Þannig að ég segi þvert nei við breikkun fyrr en við fáum BRÚ yfir Bústaðaveginn.

Ég er sammála því að breikkun Bústaðavegar kemur ekki til greina. Tryggja þarf öryggi gangandi vegfarenda um veginn áður en annað er gert og stoppa eða takmarka umferð um veginn.

Breikkun Bústaðavegar er afleit hugmynd. Frekar ætti að reyna að hægja svo mikið á umferð þar að ökumenn veldu aðrar leiðir. Eins og umferðin er núna er börnum hverfisins bráð hætta búin af alltof hröðum akstri. Bústaðavegurinn sker hverfið í tvennt og flest born þurfa að komast yfir hann á leið í Réttó eða á æfingar í Víkinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information