Innarlega við Miklubrautina þar sem afrein liggur að Reykjanesbraut er íbúðarbyggðin í Ásenda, Básenda, Garðsenda og við Tunguveg alveg óvarin fyrir gríðarlegri hávaðamengun og rykmengun fra umferðinni þarna og líka frá hávaðamengun af Ártúnsbrekku þar sem sífelldur hvinur frá umferðarstrumnum er orðin ótrúlegur. Hljóðmön endar við Rauðagerði og síðan koma nokkar mjóslegnar Aspir sem hafa lítið einangrunargildi meginhluta ársins. Þarna vantar að skoða mjög vel mengunaráhrif og umhverrfishljóð.
Hef búið í þessu hverfi í 23 ár og nú er komið að þolmörkum. Allt í sóti og svo er hávaðinn gríðarlegur. Það vilja allir geta fengið góðan nætursvefn án þess að umferðarþunginn af Ártúnsbrekku og Mikllubraut raski lífi fólks.
Mér finnst ég hafa séð þessi svör áður - í svona 20 ár eða svo.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation