Gera Goðheima að einstefnugötu

Gera Goðheima að einstefnugötu

Fjölgun einkabíla hefur gert það að verkum að bílum er nú þétt lagt beggja vegna götunnar. Mikill fjöldi barna býr í götunni en aðeins vestan megin er gangstétt. Mikil hætta er þegar krakkar hlaupa út á götuna í leik. Gatan ræður ekki lengur við að vera tvístefnugata og ætti að vera einstefnugata.

Points

Það er sáraeinfalt að breyta tvístefnu í einstefnu í Goðheimum. Umferðarþunginn er mestur um Álfheima og Sólheima en oft kemur það fyrir að menn vilja stytta sér leið og keyra þá hratt í gegnum götuna, sem þó er skráð með 30 km hámarkshraða. Öryggi barnanna verður ekki metið til fjár en í þessu tilfelli kostar þessi breyting ekki neitt en eykur samt öryggi barna og annarra sem fara um götuna. Goðheimar = einstefnugata!

Einstefnugata til að hægja á hraða, fækka bílastæðum eða til þess að börnin geti hlaupið útá götu í leik, er fráleit hugmynd. A. Þeir bílstjórar sem kjósa að brjóta umferðarreglur og aka hraðar en leyfilegt er gera það hvort sem um er að ræða einstefnu eða tvístefnu og þó líklegra í einstefnu þar sem engin umferð er á móti. B. Það að fækka bílastæðum myndi valda miklum óþægindum fyrir bíleigendur í götunni. D. Börn eiga ekki að leika á götunni og það er á ábyrgð foreldra að kenna þeim það.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd og telur hana ekki tæka í kosningu. Hér er um 30 km götu að ræða og það er mat umferðarsérfræðinga að einstefna þarna bæti ekki umferðaröryggi. Hópurinn vill engu að síður halda hugmyndinni inni í umræðunni og leggur til að henni verði við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar vísað inn í vinnu við væntanlegt hverfisskipulag.

Mikilvægt að ræða þetta vandamál og leita lausna. Fram virðist hafa komið efasemdir af hálfu skipulagsstjóra borgarinnar um að einstefnur bæti umferðaröryggi. Þyrfi að skoða það. Önnur möguleiki gæti verið að skilgreina götuna sem vistgötu eða álíka (15 km hámarkshraði, vistgötuskilti og kannski þrengingar ) ?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information