Aðkoma barna að Sæmundarskóla

Aðkoma barna að Sæmundarskóla

Leggja gögnustíg meðfram bílastæðinu austan megin við skólann svo börnin þurfi ekki að ganga yfir bílastæðið á leið sinni í skólann. Mikil slysahætta þar sem fólk er að keyra inn/út af bílastæðinu og börnin ganga yfir ómálaða gangbraut úr þeirri átt sem engin bílaumferð er svo margir bílstjórar athuga ekki að líta eftir því. Einnig er aðkoma vestan megin verulega óbótavant, þar fara börnin yfir götu og þurfa tvisvar sinnum að fara yfir bílastæðið, af hverju ganga börnin ekki meðfram bílastæðinu?

Points

Slys þann 1 júní þegar barn á hjóli komandi frá Reynisvatnsás kemur að enda gögnustígar og þarf yfir bílastæðið austan megin við skólann. Bílstjóri sér ekki barnið þar sem það kemur úr austurátt, þaðan sem engin bílaumferð er, og gleymir að gá að því hvort barn komi að. Að sögn barns, stoppaði bílinn fyrst og það taldi verið að hleypa sér yfir, fer af stað og þá fer bifreiðin einnig af stað og á barnið. Sem betur fer voru áverkar minniháttar. Látum þetta verða okkur víti til varnaðar!

Þetta er svolítið klúður með aðkomu bíla og krakka að skólanum, td ef komið er að skólanum vestanmegin (skrifstofu megin) þá er gangandi vegfarandi kannski búin að fara þrisvar sinnum fyrir sama bílinn sem er að skila krakka af sér í skólann. Það þarf að fara yfir þetta allt saman.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Virkilega góð tillaga og er innkeyrsla í Sæmundarskóla sem og leikskólann Reynisholt algjört hönnunarslys. Þarna er einnig þrenging sem er með strætóstoppistöð sem er ekki með sebra merktri gangbraut og er svæðið mjög illa upplýst sem skapar mikla hættu á dimmum vetrarmorgnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information