Útigrill í Laugardalinn

Útigrill í Laugardalinn

Útigrill í Laugardalinn

Points

Hlaðin útigrill fyrir kol t.d. í Furulundi í Heiðmörk, hafa verið mjög vinsæl hjá vinahópum og barnafjölskyldum undanfarin ár. Það væri gaman að hafa svoleiðis aðstöðu þar sem fyrir eru bekkir og borð á grænum svæðum í Reykjavík. Laugardalurinn væri frábær staður til að prófa þetta innan borgarmarkanna. Þetta þarfnast engrar yfirbyggingar, aðeins ca 1,5 metra há u-laga steinhleðsla, botn, grillgrind og ruslafata.

Að eiga kost á að elda úti eflir samkennd íbúa og er gaman. Tilvalið er að staðsetja útgrill í nálægð við leiksvæði fyrir börn. Mæli með því að gera náttúrulegt leiksvæði þar sem umhverfinu er breytt og nýtt náttúrleg efni til að gera ævintýralega þrautir. Gott er að setja þetta svæði í nálægð við Orminn í Laugardalnum. Ekki hafa þetta inn í Húsdýragarðinum því það kostar þar inn.

Ég styð útigrill en vil endilega fá meira en það, þ.e. að gert verði leiksvæði í kring - sjá hugmynd um útisvæði fyrir alla fjölskylduna í Laugardalnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information