Strætó innan hverfis (Ártúnsholt-Árbær-Selás-Norðlingaholt)

Strætó innan hverfis (Ártúnsholt-Árbær-Selás-Norðlingaholt)

Núna er heldur enginn vagn sem gengur um Ártúnsholtið á kvöldin og um helgar.

Points

Frábær hugmynd ! Ártúnsholt, Árbær og Norðlingaholt eru hvort eð er orðin að einu "skólahverfi"

Mikil þörf á þessu, börn í Ártúni þurfa að sækja æfingar í Norðlingaholti.

Myndi hjálp börnum sem búa í Ártúnsholti en stunda æfingar hjá Fylki í Norðlingaholti. Frábær hugmynd!

allt við þessa hugmynd er góð nema minni vagnarnir, það væri frekar að hafa hefðbundna vagna í þessu. eins og er þá á leið 5 til að fillast af börnum og unglingum á leið heim af æfingum. Önnur ástæða að minni vagnar eru slæm hugmynd er að þá væri það sem strætó kallar smárútu og það er ekkert aðgengi fyrir hjól, barnavagna eða hjólastóla í þeim vögnum og það er mjög þraungt á milli sæta svo það er eftirr að vera með töskur með sér.

Frábær hugmynd þarf að auðvelda börnum aðgengi innan hverfisins til að mæta á æfingar og skóla.

Flott hugmynd til að tengja hverfin innan Árbæjar betur saman og auðvelda íbúum ungum sem öldnum að nýta sér almenningssamgöngur innan Árbæjar.

Margir krakkar sem búa t.d. í Ártúnsholti og fara á fimleikaæfingar hjá Fylki í Norðlingaholti. Einnig krakkar úr Norðlingaholti sem fara á körfuboltaæfingar í Ártúnsholti. Stuðlar að minna skutli foreldra.

Frábær hugmynd. Það væri frábært að hafa vagn innan hverfis vegna alls þess sem kemur fram að ofan en einnig vegna félagslífs. Margir krakkar innan 110 sem æfa saman íþróttir en búa ekki í sama hluta en myndi langa til að umgangast vini sína án þess að þurfa skutl eða að hjóla/ganga langar leiðir. Þetta myndi þá stuðla að því að krakkarnir myndu þekkjast betur áður en þau svo sameinast öll i Árbæjarskóla í unglingadeild.

Aalgjör snilld!!! Geggjuð lausn fyrir Selás og Ártúnsbörn sem þurfa að ná strætó til að komast í Árbæjarskóla og alla sem sækja æfingar í Norðlingaholti og Fylkishöllinni.

Frábært fyrir börn sem eru að æfa innan Árbæjarhverfisins eða sækja æfingar í Breiðholtið.

Þetta er snilldar hugmynd, akkúrat það sem vantar

Þetta er frábær hugmynd í stóru og dreifðu hverfi. Vel útfært myndi þetta skila miklu fyrir börnin í hverfinu.

Nauðsynleg að auðvelda krökkum í Árbænum samgöngur við Ártúnsholt og krökkum þaðan að komast á æfingar hjá Fylki.

Þetta er frábær hugmynd og myndi létta börnum og unglingum, og skutlandi foreldrum, lífið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information