Setja lónið við stífluna
Stíflan og lónið auk rafstöðvarinnar eru einar merkilegustu tækniminjar Reykjavíkur - menningarlandslag eins og það er kallað. Lónið var griðastaður fugla og yndi gangandi fólks. Á tímum grænnar orku væri tilvalið að nýta mannvirkið og leggja nýja fallpípu og setja nýja túrbínu með enn hærri nýtingu en gömlu vélar Elliðaárstöðvar. Þær vélar eru gersemar sem verður að varðveita og hafa til sýnis og uppfræðslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation