Lækkun á hámarkshraða á Selásbraut
Það eru nú þegar hraðahindranir á 12 stöðum á Selásbraut sem er um 1,5 km að lengd. Við Heiðarborg er m.a.s. bæði hækkun og púði sem hlýtur að vera einstakt í borginni og það er ekki hægt að keyra þar á meira en 30 km hraða. Það mætti hins vegar endurhugsa og samræma hraðahindranirnar sem eru allskonar og skrítið að það skyldi ekki vera gert fyrir malbikunarframkvæmdirnar í fyrra. Auk hindrananna við Heiðarborg eru púðar á 4 stöðum, þrenging + púði eða hækkun á 2 stöðum og hækkanir á 5 stöðum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation