Rennibrautir eins og er í sundlaug Akureyrar

Rennibrautir eins og er í sundlaug Akureyrar

Rennibrautir alveg eins og er í sundlaug Akureyrar. 1. Stóra rennibraut þar sem farið er hratt með stórri "trekt" í miðjunni. 2. Rennibraut sem fer frekar hratt. 3. Litla rennibraut þar sem farið er hægt. Nóg pláss er fyrir slíkar rennibrautir ásamt lendingarlaug á túninu sem er lítið notað innan sundlaugasvæðisins. (Við hliðina á núverandi rennibraut.) Rennibrautaturn og stigi verði eins og er þar (yfirbyggður og upphitaður). https://www.ruv.is/frett/sundlaug-akureyrar-aldrei-verid-eins-vinsael

Points

Það er mikilvægt að það verði sér stigi fyrir hverja rennibraut fyrir sig. Því það gæti gerst að það væru kannski 15 krakkar eða fullorðnir að bíða eftir að komast í rennibraut númer 1 (með "trektina") en bara 4 að bíða eftir að komast í rennibraut númer 2. Þeir sem ætluðu í rennibraut númer 2 þyrftu annars að bíða með öllum hinum 15 í röðinni, þótt það væru kannski bara 4 sem ætluðu í númer 2. Sér stigi fyrir hverja rennibraut gæti leyst slíkt. Pínu ruglingslegt - en vonandi skilst þetta.

Stéttin í kringum nýja rennibrautaturninn þar sem nýju rannibrautirnar myndu koma þyrfti að vera upphitaður. Getur verið leiðinlegt þegar það hefur snjóað og er kannski 2 stiga hiti úti og nógu hlýtt til að hafa rennibrautirnar opnar að þurfa að ganga á snjó sem gæti hafa fallið deginum áður tildæmis.

Rennibrautir geta verið góð, holl og skemmtileg afþreying fyrir börn, unglinga, ungmenni og ekki síður fullorðið fólk. Yfirleitt þarf að fara upp marga stiga til að komast í þær og margir hlaupa upp stigana virðist vera. Og fyrir vikið geta þær verið góð og holl hreyfing. Hreyfing í "dulargervi".

Skilti með nafni rennibrautar (tildæmis "Flækjan" "Trektin" og "Fossinn") ásamt mynd af viðkomandi rennibraut þyrfti að vera fyrir ofan/við hlið hvers inngangs að stiga til að hægt sé að vita hvert hver stigi leiðir Pínu ruglingslegt - en vonandi skilst þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information