Gera Laugardalslaug barnvænni!

Gera Laugardalslaug barnvænni!

Upphitaður klefi fyrir foreldra með allra minnstu krílin, góð skiptiaðstaða- helst borð með 2-4 skiptidýnum, nóg af stólum, skrautlegar myndir á veggjum. Hafa innangengt í hlýja innilaug (inblástur sóttur í sundlaugina í Þorlákshöfn), þar sem er gott leiksvæði og aðstaða fyrir foreldra að gefa léttan mat/drykk (lykilatriði að hafa rýmið upphitað). Hafa svo stutt í heita potta utandyra til þess að ung börn þurfi ekki að fara lengri leiðir í kuldanum.

Points

Frábær hugmynd! Einnig mikilvægt að ekki er aðeins gerður barnaklefi kvennamegin, pabbar þurfa einnig bætta aðstöðu! :D

Ég á 1 1/2 árs tvíburadrengi og mér hefur aldrei dottið í hug að fara með þá í Laugardalslaug. Aðal ástæða þess er hversu langt er á milli potta/lauga. Einnig er leik laugin of köld yfir vetrartímann fyrir svona lítil börn. Ég er Reykvíkingur og hef sótt Árbæjarlaugina vegna þess hve barnvæn laugin er, þar er upphitaður klefi með ágætri skiptiaðstöðu, nóg af stólum og innangengt frá klefa beint í innilaug. Einnig hef ég gert mér sér ferð til Þorlákshafnar í sund en sú laug er til fyrirmyndar!

Væri gaman að fá góða inni aðstöðu með börninn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information