Ný upplifunarsvæði til að höfða til breiðari hóps sundgesta

Ný upplifunarsvæði til að höfða til breiðari hóps sundgesta

01: Nýtt spennandi og endurnýjað leiksvæði fyrir börn Hluti af nýju leiksvæði verði með grunnu dýpi og skemmtilegum leiktækjum. 02: Nýtt slökunar og upplifunarsvæði Fossar og nuddbunur ofan á laugarbakka og loft-búbbur á laugarbotni. 03: Nýtt svæði til slökunar og sundiðkunnar. Breiðar tröppur með grunnu dýpi til að láta líða úr sér. Stólar og sólbekkir ofan í laug sem bjóða upp á vatnsnudd. Fossar og vatnsbunur ofan á nýjum laugarvegg. 6 stk. 25 m. sundbrautir og 2 stk. 50 m. sundbrautir.

Points

Héld að allir sem synda reglulega séu á móti þessari helmings minnkun á sundsvæðinu

Margar flottar hugmyndir, en það væri mikil eftirsjá af 50 metra brautunum.

Er þetta ekki eina 50m útilaugin i Reykjavík? Se ekki betur en að þessar brautir séu vel nýttar þegar ég fer í sund. Ekki gott að skemma þessa upplifun. Það er tvennt ólíkt að synda i 25m eða 50m laug. Virðist vera nóg pláss til að útfæra aðra skemmtilegar lausnir annarstaðar við laugina, án þess að skemma 50m laugina

Notagildi laugarinnar eykst til muna með breyttu skipulagi þar sem gert er ráð fyrir bæði plássi til afþreyingar og leikja sem og til afslöppunar og sundiðkunnar. Mikilvægt er að sundgestir geti áfram æft sund í lauginni utandyra og með því að skipta henni upp á þennan máta fást 6 stk. 25 m. brautir en jafnframt er áfram hægt að bjóða upp á 2 stk. 50 m. brautir. Nýtt leiksvæði barna með grynnra dýpi höfðar sérstaklega til yngri sundgesta Hægt er að sjá myndband hér: https://youtu.be/xcxciAqt3Wo

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information