Samfélagsleg nýsköpun

Samfélagsleg nýsköpun

Umsögn: Vantar að skilgreina og leggja áherslu á samfélagslega nýsköpun þeirra ytri frumkvöðla borgarinnar sem að takast á við samfélagslegar áskoranir m.a. tengt Heimsmarkmiðunum, og í umhverfis-, velferðar- og menntamálum. Hér liggur einn stærsti markaðsbresturinn í vistkerfi nýsköpunar sem snýr mikið til að innra starfi borgarinnar þar sem að einkageirinn sinnir honum afskaplega takmarkað og því enn mikilvægara að opinberi geirinn, borg og ríki, mæti honum af krafti með m.a. fjármagni og stuðningi líkt og hagfræðingurinn og prófessorinn Mariana Mazzacuto hefur ítrekað bent á, t.d. í bókunum Entrepreneurial State eða Mission Economy. Út frá því munu nýjar lausnir tengt samfélags-, tækni- og vistkerfisbreytingum spretta og einkageirinn í kjölfarið taka við sér þegar m.a. viðskiptamódelin fara að sanna sig.

Points

Í kjarnaáherslum er talað um ,,gott umhverfi atvinnulífs og nýsköpunar” og ,,efla nýsköpunarmenningu í Reykjavíkurborg” í punkti 2 undir áskorunum sem tekur að hluta til á ofangreindu atriði, en ekki nógu skýrt og markvisst. Það þarf t.d. að gæta að því fyrrgreind atriði séu einnig ávörpuð út frá vinkli opinberar og samfélagslegrar nýsköpunar, þ.e. ekki bara nýsköpun í atvinnulífi. M.a. byggt á þeirri vinnu sem hefur átt sér stað innan borgarinnar og kallað hefur verið eftir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information