Lækka hitastigið í heitustu pottunum

Lækka hitastigið í heitustu pottunum

Mesta aðsóknin af fólki er í heitu pottana sem eru í kringum 38°-40°(steinapott og saltpott) á meðan eru yfirleitt sárafáir í heitustu pottunum 42-44°. Því mætti taka þá potta og lækka hitastigið þar til að dreifa álaginu, þar sem langflestir sækja í minna heita potta.

Points

Það er mjög mikilvægt að bjóða upp á vel heitan pott fyrir þá sem það vilja (44°). Líka kaldan pott fyrir þá sem vilja kaldan. Þó þessir pottar séu ekki eins þéttsetnir eins og "volgu" pottarnir eru þeir samt gríðarlega mikilvægir og það er fullt af fastagestum sem notar þá daglega.

Lang flestir sundlaugagestir sækja í pottana þar sem hitastigið er 38-40° og því eru þeir pottar iðullega smekkfullir af fólki á meðan heitustu pottarnir eru tómir. Því væri eðlilegt að fjölga pottum með því hitastigi sem er vinsælast, annaðhvort með því að lækka hitastigið á heitustu pottunum eða fjölga pottum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information