Bókasafn-upplýsingamiðstöð og veitingasala, leiksvæði

Bókasafn-upplýsingamiðstöð og veitingasala, leiksvæði

Stúkunni (jarðhæð) ætti að breyta í bókasafn-upplýsingamiðstöð með les- og tölvuaðstöðu. Bæði gert ráð fyrir börnum og fullorðnum. Þar verði einnig veitingasala og nestisstofa. Stúkunni mætti breyta í pallaðan verustað, yfirbyggðan með gleri, fyrir fólk sem vill lesa eða vafra á netinu. Hluta hennar (helming t.d.) mætti útbúa fyrir ung börn og foreldra þeirra sem gætu mælt sér þarna mót með ungviðið.

Points

Við sum forn rómversk böð, svo sem Caracalla-böðin í Rómarborg, voru bókasöfn og þar gátu baðgestir fengið sér í svanginn. Rómverjum þótti þetta víst reynast vel og full ástæða til að ætla að Reykvíkingar kunni einnig vel að meta þá ágætu samsetningu að lauga búkinn, lyfta andanum með lestri og spjalli, sötra kaffidreitil eða eitthvað annað rennandi og kroppa í góðmeti eftir baðið. Stúkan er nú í niðurníðslu. Þrátt fyrir að svo sé komið væri sjónarsviptir að henni. Gefum henni nýtt líf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information