Gangbrautarljós yfir Ánanaust á móts við OLÍS bensínstöðina

Gangbrautarljós yfir Ánanaust á móts við OLÍS bensínstöðina

Á álagstímum er oft mikil og hröð umferð um Ánanaust. Margir þurfa að fara þarna yfir t.d. vegna Sorpu, verslunarferða út á Granda eða hjólreiða- og göngufólk á leið meðfram sjónum. Ánanaust er tvíbreið í báðar áttir sem gerir það erfiðara fyrir fólk að komast yfir götuna, sérstaklega þegar umferðin er mikil. Gangbrautarljós á þessum stað myndu tvímælalaust auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Points

Það eru margir sem þurfa að komast yfir Ánanaust en núverandi aðstaða er algerlega ófullnægjandi. Umferðin um götuna er oft bæði mikil og hröð sem veldur hættu. Gangbrautarljós myndu án efa auka öryggi bæði gangandi og hjólandi vegfarenda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information