Klifurveggur á leiksvæði milli Boðagranda og Grandavegs

Klifurveggur á leiksvæði milli Boðagranda og Grandavegs

Leiksvæðinu má skipta upp í þrennt, trjádrumbasvæðið næst Álagranda, fótboltavöllurinn í miðjunni og svo trjádrumbasvæðið næst Eiðisgranda. Hugmyndin snýst um að fjarlægja þá trjádrumba sem eru næst Eiðisgranda og setja upp klifurvegg í staðinn þar sem klifurkubbarnir eru þeim megin á veggnum sem snýr inn að leiksvæðinu. Einnig væri hægt að gróðursetja trá Eiðisgrandamegin við vegginn.

Points

Svæðið næst Eiðisgranda er mjög illa nýtt. Það er kjörin staðsetning til þess að skýla leiksvæðinu í heild fyrir nöprum og oft hvössum vindi af sjónum og auka þannig viðveru barna. Auk þess að skýla fyrir vindi og vera frábær útivistarmöguleiki fyrir börn sem og fullorðna myndi veggurinn einnig minnka hljóðmengun á leiksvæðinu. Trén Eiðisgranda megin næðu á endanum yfir vegginn og kæmu til með að mynda enn meira skjól sem og hljóð og mengunarvörn fyrir þá sem svæðið sækja sem og íbúa á leið um.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information