Brúin hjá fylkisvellinum þarfnast lagfæringar.

Brúin hjá fylkisvellinum þarfnast lagfæringar.

Nauðsynlegt er að laga gömlu brúna rétt hjá Fylkisvellinum þar sem hún er orðin ansi slitin. Fylla þyrfti upp í þær holur sem hafa myndast og hylja járnin sem komin eru undan steypunni. Jafnframt þyrfti að loka brúnni betur fyrir bílaumferð þar sem smærri bílar komast framhjá hindrununum.

Points

Brúin tengist göngustíg sem mjög margir nýta sér og virðist sem henni hafi ekkert verið haldið við. Farið er að sjást í járnin í gegnum steypuna auk þess sem hinar fjölmörgu holur sem hafa myndast eru oft fullar af vatni sem torveldar fólki að komast leiðar sinnar.

Vil samt benda á það að svo veiðimenn komist leiðar sinnar meðfram ánni er mjög slæmt að loka brúnni meira en orðið er, það þyrfti jafnvel að opna hana á veiðitímanum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information