Mér finnst að Íslandshótel á hrós skilið, það lítur út fyrir að hönnuðir hafi áttað sig á glerkassanum sem var í vændum á lækjagötu og nú er farið að líta út eins og það sé meira í áttina að sýninni sem Guðjón Samúelsson hafi fyrir Reykjavík. Mér finnst nýja Alþingishúsið mega taka þetta til sín og snúa við þeirri stefnu sem er í gangi þar að gera enn aðra byggingu sem að líkist ekki Reykjavík. Ég skil stefnuna í arkitektúr að gera viðbyggingu sem að þykist ekki vera í mynd upprunnalegu til að blekkja ekki eða yfirskrifa söguna. En ef að allir fylgja þessari stefnu þá verða bara glerkassar eftir. Mér finnst Reykjavíkurborg þurfa að passa uppá að borgarímyndin fari ekki út í glerkassa eins og við höfum séð hjá vinum okkar í norðurlöndum, pössum uppá gamla bæjinn og ímyndina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation