Gangstíg á Skyggnisbraut 20-24

Gangstíg á Skyggnisbraut 20-24

Á hverjum degi geng ég með strákinn minn úti á götu til þess að fara með hann í strætó. Við búum í Úlfarsardal, Skyggnisbraut nánar tiltekið. Það vantar nauðsynlega gangstétt þar, ég þarf að labba úti á götu með hann í vagninum sínum því við komumst ekki langt í mölinni því það eru svo stórir steinar. Það er komið mikið myrkur á morgnanna og verður bara verra, svo að við sjáumst illa þarna úti á götu og þetta er að verða stórhættulegt. Þetta er nauðsynlegt að laga, það búa mörg börn hérna.

Points

Það er bráðnauðsynlegt að hafa gangstétt í öllum hverfum. Úlfarsárdalur er nýtt hverfi og enn í byggingu, svo það vantar göngustíga á marga staði í hverfinu. Mér finnst það ekki mönnum bjóðandi að þurfa að labba með 18 mánaða gamalt barn í vagninum úti á miðri götu til þess að komast á leiðarenda. Ég vona innilega að mál mitt verði tekið í umhugsun, til þess að koma í veg fyrir slys.

Flokkast þetta ekki sem grunnþjónusta Reykjavíkurborgar? Erum við ekki búin að borga fyrir þessa gangstétt með gatnagerðagjöldum, mér finnst við ekki eiga að þurfa að eyða því fé sem við fáum inn í þennan pott sem heitir Betri hverfi. Var nú einmitt að kíkja á lög um gatnagerð og verð nú að segja að mér finnst þau nú vera hálf hjákátleg. http://www.althingi.is/lagas/nuna/2006153.html Þarna er fullt af texta um hvað borgin getur gert ef þú sem húsbyggjandi hefur ekki borgað eða ert ekki búin að klára þitt. En bara smá klausa um hvað borgin á að gera "10. gr. Um ráðstöfun gatnagerðargjalds. Sveitarstjórn skal verja gatnagerðargjaldi til gatnagerðar í sveitarfélaginu og til viðhalds gatna og annarra gatnamannvirkja. Ráðstöfun til viðhalds er óháð eignarhaldi gatna. Um skyldu sveitarstjórnar til gatnagerðar og viðhalds gatna fer eftir ákvæðum skipulags- og byggingarlaga, nr. 73/1997." og vitnað í skipulags og byggingalög sem búið er að fella úr gildi 2010 og nú fjórum árum síðar ekki búið að laga. Ég veit því miður ekki hvað við getum gert til að fá borgina til að klára sín mál, mér sýnist öll mál sem skipta máli annað hvort vera sett í nefnd eða afgreiðslu frestað og svo gerist ekki neitt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information