Betri lýsingu þarf á þessi gatnamót vegna fjölda barna sem fer þar um á hverjum morgni í Langholtsskóla
Á dimmum morgnum og jafnvel þegar er rigning eða aðrir þættir sem valda verra skyggni er oft erfitt að sjá börnin sem fara um þessi gatnamót í Langholtsskóla á hverjum morgni. Þetta eru lítil gatnamót þar sem traffíkin er all nokkur á morgnana og hundruð barna fara um á stuttum tíma við upphaf skóla. Tryggja þarf öryggi barnanna betur svo bílstjórar sjái þau almennilega með því að lýsa gatnamótin upp.
Erfitt að sjá gangandi börn í myrkrinu. Vil bæta við nauðsyn þess að kom upp "bannað að leggja" umferðamerki við Holtaveg í brekkunni sem liggur niður að Langh.skóla (neðan við versl. BECO). Þar er bílum stundum lagt, sem kemur í veg fyrir að bílar geti mæst í brekkkunni. Því raskast bíla- og gangandi umferð um umrædd gatnamót. Skv. gangbrautarverði er ástandið verst þegar skólarútur fara þarna um og neyðast til þess að stoppa þannig að þær hindra börn í að komast yfir götuna á gatnamótunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation