Bætum útivistarmöguleika á Háaleitisbraut

Bætum útivistarmöguleika á Háaleitisbraut

Á reit við Háaleitisbraut milli Hvassaleitis og Austurvers eru ótalmörg tækifæri. Þar er stytta í hörmulegu ástandi, jafnvel hættuleg þeim sem eru nálægt henni og þarfnast lagfæringar. Hún er töluvert notuð sem leiktæki af börnum á svæðinu, þau eru í leikjum í kringum hana og klifra upp á hana. Búum til ævintýrasvæði þarna, komum fyrir hjólabrettabrekkum, landnámsleiktækjum, í stíl við styttuna, trjábolir í jörðu o.fl. í þeim dúr.

Points

Það er mikilvægt að laga styttuna á svæðinu og ef þarna væri einhvers konar landnámsleiksvæði væri jafnvel líka hægt að nýta svæðið í kennslu utandyra af skólunum í kring. Hjólabrettabrekkan væri kærkomin þar sem ekki slíkt er í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information