Sólbaðshalla í Grundargerðisgarð í suður

Sólbaðshalla í Grundargerðisgarð í suður

Útbúa smá "halla" í grasinu á vel völdum stað sem hefði það hlutverk að vera góður staður til að liggja á í sólbaði. Grundargerðisgarður hallar eðlilega til norðurs og því er ekki úr vegi að útbúa manngerðan halla (úr grasi, bæta við mold undir og lyfta..) á móti til að liggja vel á móti sól á góðum sumardögum. Hann gæti t.d. verið 10-20 metrar á lengd..

Points

Grundargerðisgarður verður meira aðlaðandi útivistarstaður fyrir fólk á sumrin. Verður yndislegt að geta lagt sig í hallan á móti sól í sólbað í stað þess að snúa annaðhvort frá sólinni eða með fætur ofar en haus til að snúa að henni. Þá kannski verður garðurinn vinsælli af íbúum hverfisins heldur en vinnuskólakrökkunum sem vinna við að viðhalda honum. Fyrir utan að þetta ætti að vera hræódýr framkvæmd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information