Þetta skýrir sig sjálft. Það líður oft gríðarlega langur tími þangað til stígar eru mokaðir og saltaðir. Auðvitað þarf að einblína fyrst á helstu stígana en það er oft ekki búið að moka/salta stíga sem liggja að leikskólnum hverfisins seinnipart dags. Þetta skapar hættu á meiðslum, eykur bílanotkun og óþarfa umferð í hverfinu.
Fólk þarf að geta komist leiðar sinnar. Þeir sem eiga erfitt um gang, sérstaklega í hálku (t.d. aldraðir og fólk með stoðkerfisvandamál), eiga á hættu að slasa sig eða veigra sér ekki út í miklum snjó og/eða hálku. Fólk þarf að geta farið með og sótt börnin fótgangandi í leikskóla og skóla, gengið í búð o.s.frv.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation