Borgartún/Höfðatorg - Hlemmur: Bætt göngutenging

Borgartún/Höfðatorg - Hlemmur: Bætt göngutenging

Setja nýtt yfirborð (hellur, malbik, möl) á göngutenginguna sem fer milli húsanna Skúlatúns 2 og 4. Þetta er mikið notuð tenging milli Borgartúns og Hlemms en er eitt drullusvað. Þessi leið sem er mikilvægur hlekkur strætó farþega á betra skilið.

Points

Mikilvægt er að göngutengingar milli Hlemms og Borgartúns séu góðar, allir strætófarþegar byrja og enda ferðina sem gangandi vegfarendur. Leiðin milli húsanna Skúlatúns 2 og 4 er nauðsynlegur liður í því að hafa þessa leið stutta. Hún er og mikið notuð! En því miður er stór hluti leiðarinnar forarpyttur sem einhver hefur kastað gangstéttarhellum í til að hægt sé að tipla yfir drulluna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information