Það vantar líkamsræktarstöð í Breiðholtið. Ég er að hugsa um eitthvað svipað og er í Kópavogslaug. Gott að þurfa ekki að fara langt að heiman til að fara í ræktina, tala nú ekki um að hafa hana í göngufæri.
Skv mínum upplýsingum er verið að semja við nýja leigutaka að viðabygggingu við Breiðholtslaug!
Við nokkrar sundlaugar á Stór-Höfuðborgarsvæðinu er líkamsræktarstöðvar, s.s. við Árbæjarlaug (reyndar ekki í sama húsnæði), Laugardalslaug, Kópavogslaug og í Mosfellsbæ. Aukin lýðheilsa er öllum til hagsbóta. Margir setja fyrir sig ef langt er að fara í líkamsrækt, sérstaklega ef enginn bíll er til umráða. Svo er auðvitað gott að skella sér í heita pottinn eða synda eftir góða æfingu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation