Rífa húsið við Barónstíg 28

Rífa húsið við Barónstíg 28

Húsið við Barónstíg 28 er handónýtt. Burðarveggur í suðri er t.d. brotinn eftir endilöngu og hallar út að göngustíg þannig að sjá má inn í húsið. Engin hefur búið í húsinu í einhver ár og er húsið mikið lýti og í raun slysagildra í miðju íbúðarhverfi. Viðbyggður skúr er fullur frá gólfi til lofts af ryðguðum bílavarahlutum. Þetta hús þyrfti að rífa strax (leyfi til þess er þegar til staðar) og gera þarna tímabundin grænan reit fyrir börn og íbúa hverfisins ef ekki á að byggja þarna í bráð.

Points

Ónýt, hættuleg og ljót hús eiga ekki að standa afskiptalaus í miðborginni árum saman. Þetta hús þarf að rífa strax, hvort sem eigendur ætli í byggingaframkvæmdir á næstunni eða síðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information