Litskrúðugan sjálfbæran gróður í Vesturbæinn

Litskrúðugan sjálfbæran gróður í Vesturbæinn

Til að lífga upp á hverfið og gera það hlýlegra mætti skipta út gömlum og úrsérgengnum gróðri og gróðursetja í staðinn litskrúðugar og fallegar trjáplöntur og setja niður fjölæra lauka.

Points

Það er alltaf gaman að stunda smá górillugarðrækt. Auðvitað með ábyrgð, þannig að ekki séu settar niður plöntur sem eru til ama fyrir annan gróður eða fólk. Þannig eykst litskrúðgi væntanlega og er þetta hvetjandi fyrir íbúa að hugsa að einhverju leyti sjálft um umhverfi sitt. Þá er ég ekki að að leggja til að þetta komi Í STAÐINN fyrir að borgin láti plöntur.

Lítið hefur verið gert til þess að fegra hverfið og gróður víða illa farinn. Úr þessu má bæta með litlum tilkostnaði með því að gróðursetja fjölærar plöntur og setja niður fjölæra lauka á fjölförnum stöðum svo flestir geti notið þess.

Litlir blettir hér og þar gera mjög mikið fyrir gangandi vegfarendur. Oft eru þessir glettir dálítið druslulegir, mikið af dóti sem fýkir inn í runnana. Gæti verið gaman fyrir leikskólakrakka að taka svona bletti í fóstur / gróðurbletti / trjábletti. Kannski hirt ruslið x2 að sumir og notið þess að eiga hlut að því að gera umhverfið fallegt. Mætti nota áhöld því sannarlega gæti drasl verið hættulegt fyrir litla fingur en hrífur og verkfæi gætu dugað og fínt að æfa sig í að nota áhöld.

Litlir gróðurblettir eru mikil prýði. Þarf bara að finna leið til að sinna þeim. Kannski hluti af samfélagslegri ábyrð í þjálfun skólabarna. Nota áhöld svo enginn skaði sig.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information