Endurnýjun og hönnun leikvallar á milli Meðalholt og Einholts

Endurnýjun og hönnun leikvallar á milli Meðalholt og Einholts

Í Meðalholtinu er gert ráð fyrir leiksvæði fyrir börn baka til í litlum fallegum garði sem einu sinni var gæsluvöllur. Hann þarf virkilega að taka og endurbæta, setja inn ný og fjölbreytt leiktæki. Þetta er svæði sem býður upp á mjög svo aðlaðandi leiksvæði fyrir börn og foreldra að mæta á og njóta.

Points

Þegar ég er erlendis sé ég öllum borgum falleg leiksvæði sem eru aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Svæði sem bjóða upp ýmiss konar leiktæki þar sem börn geta reynt á hæfni sína og fengið útrás fyrir hreyfiþörf sína. Einnig mætti bjóða upp á að sett væri út leikföng yfir dagtímann. Þetta vantar stórlega hér í Reykjavík. Það er allt of lítið gert af því að setja upp góð og vönduð leiksvæði fyrir börn inn í hverfum. Eftir að gæsluvellirnir hurfu hafa þessi leiksvæði drabbast niður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information