Björnslundur - Norðlingaholt

Björnslundur - Norðlingaholt

Björnslundur - Norðlingaholt

Points

www.facebook.com/nordlingaholt

Kíkið á þetta. Náttúruperla fyrir fólkið.

Her er um að ræða algjöra Paradís í Norðlingaholti. Lundur sem á eftir að vera helsti úti samkomustaður krakkanna okkar sem og annarra Norðlinga.

Björnslundur er Grenndarskógur Norðlingaskóla. Björnslundur er trjálundur fyrir alla Reykvíkinga og sér í lagi Norðlinga. Styðjum þessa hugmynd og fáum fjármagn til að hefja alsherjar framkvæmdir í lundinum. kv Konráð G.

Útbúa og lagfæra göngustíga sem eru nú þegar skilgreindir á teikningu. Göngulýsing stíga gegnum skóginn ásamt lýsingu lykilsvæða innan lundarins. Útvega efni þannig að Norðlingaskóli gæti jafnvel smíðað bekki fyrir lundinn sem hentar betur lundinum en hefðbundnir bekkir. Ýmislegt fleira mætti skoða en úttekt hefur verið gerð á lundinum um hvað þörf er á. Lykilatriðið er að öll nánari útfærsla varðandi umfang og kostnað sé í fullu samráði við samstarfshóp sem er til staðar um Björnslund.

Geri hér tillögu um að Reykjavíkurborg haldi áfram framkvæmdum við Björnslund, Norðlingaholti. Hér þarf að leggja til fjármagn til að setja upp lýsingu í lundinn-ljósastaura, bekki fyrir fólk að setjast, ruslatunnur, bæta gangstíga, nytja skóginn rétt og rækta hann upp, efla vitund fólks um umgengni lundarins, bæta alla aðstöðu fyrir börn og gamalmenni, bæta þarf bílastæðamál við lundinn, bæta aðstöðu fyrir jólasveina og aðra sem vilja koma fram, ofl ofl. Alger útivistar paradís... Koma svo..

Paradís í Norðlingaholti

Styðjum Björnslund í Norðlingaholti

Skoðið þetta mál og styðjið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information