Ljósastaurar norðan á gönguleið skólabarna milli Álfheima og Langholtsskóla

Ljósastaurar norðan á gönguleið skólabarna milli Álfheima og Langholtsskóla

Norðan við verslunarkjarnann í Álfheimum liggur gönguleið skólabarna um malarplan í algjöru myrkri. Þarna þarf að setja upp lýsingu með einhverjum hætti. Þetta er trúlega inn á einkalóð og þess vegna hefur ekki verið sett upp lýsing en þarna verða menn að leggja slík prinsipp til hliðar þar sem þetta er ein af megin leiðunum að skólanum.

Points

Algjörlega sammála ofangreindu. Þessi leið er oft á tíðum stórhættuleg í skammdeginu sökum ljósleysis, hálku og bílaumferðar.

Þarna aka líka bílar þar sem þetta er önnur af tveimur aðkomum að bílastæði neðan við kjarnann. Það má oft ekki miklu muna þegar bíll kemur fyrir hornið og börn eru á ferðinni þarna. Þar fyrir utan er þetta frekar skuggalegt svæði sem litlum hjörtum á öllum aldri finnst óhugnanlegt að fara um.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information