Fegra fyrir framan Fólkvang með stétt eða palli

Fegra fyrir framan Fólkvang með stétt eða palli

Fyrir framan Fólkvang er órækt, hægt væri að setja hellur eða pall án þess að taka útsýnið í burtu, með þessu er hægt að ýta undir samspil á milli sjósunds, sundlaugar, íþr.húss, ættarmót ogá góðum degi hægt að fara út á pallinn við Fólkvang til að grilla eða bara sitja og hafa það gott.

Points

Ef Fólkvangur fær meiri nýtingu um helgar, Brúðkaup, ættarmót, fermingar og Fólkvangur fær tekjur og því meiri líkur eruá því að félagasamtökin á Kjalarnesi og íbúar Kjalarness geti notið hússins áfram í stað þess að öll starfsemi þar deyji út. Meiri nýting fyrir framan getur ýtt undir meiri leigutekjur og lengri líftíma á húsinu.

sl. sumar var við fjölmörg tækifæri veður til að sitja úti framan við Fólkvang en vegna þess hve lítið aðlagandi það er var mikið minna um það en efni stóðu til. Nauðsynlegt að koma upp skemmtilegu svæði þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information