Hvað viltu láta gera? Ég vil að aftur komi vatn í lónið við stífluna. Ekki þarf að fylla lónið alveg né tæma það á vorin, bara að tryggja að þarna verði lítil tjörn Hvers vegna viltu láta gera það? Það bætir lund og geð að geta horft á fuglana af stíflunni, sýnt börnum fuglalífið og fylgst með því allt árið. Svo kæmu svanirnir "okkar" aftur, en þeir hurfu um leið og lónið var tæmt. Það að tæma lónið var dálítið eins og að taka tappann úr Tjörninni.
Ef stíflan verður ekki rifin þá verður þetta mjög sviplaust og illa útlítandi mannvirki sem mun ekki vera til mikils prýði. Það að hafa vatn orðan megin myndi gefa stífluni mun meira vægi og mannlífið myndi njóta góðs af því.
Lónið hefur verið þarna í tvær þrjár kynslóðir. Börn og fullorðnir hafa mikla ánægju af því að staldra við á stíflunni og virða fyrir sér fulglífið. Náttúruupplifunin sem felst í því að fylgjast með álftaparinu á hverju ári hefur verið einstök. Að ganga stífluhringinn nú er töluvert minni sálarhleðsla en áður. Það vantar mikið að hafa ekki skemmtilega fuglalónið. Endilega að hafa áfram slíkt lón þarna í framtíðinni...hvort heldur með því að halda stíflunni eða gera einhverjar aðrar ráðstafanir.
Vil rífa stífluna og fá nyjan anda og álftapoll sem og snotra göngu og hjólabrú.
Þarna myndast mikil hætta þegar frýs og hefur þegar kostað nokkur barnslíf. Vil ekki sjá þetta lón....
Ég vil ekki virkja stífluna aftur vegna slysahættu af djúpu lóninu sem myndast þar en það væri ánægjulegt að fá tjörn í staðinn.
Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um að ræða eiginlega nýframkvæmd og Árbæjarlón er í skoðun annars staðar í borgarkerfinu. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation