Gatnamót Dalbrautar og Kleppsvegar/Sæbrautar

Gatnamót Dalbrautar og Kleppsvegar/Sæbrautar

Hvað viltu láta gera? Það þyrfti að útbúa nýja útfærslu við gatnamótin Dalbraut / Sæbraut þannig að hægt sé að aka vestur Kleppsveg frá Dalbraut. Hvers vegna viltu láta gera það? Lagfæring á þessu myndi draga úr hættu á að fólk svindli sér inn á Kleppsveg um krappa beygju, þar sem einungis strætó má fara núna og sannarlega myndi það ekki síður draga úr umferð um Rauðalæk og Brekkulæk sem núna er eina leiðin fyrir fólk sem kemur úr austurborginni og að þessum hluta Kleppsvegar. Aðrar leiðir kalla á langan akstur og krókaleiðir. Endilega skoðið þessa hugmynd vel.

Points

Styttri akstursleið fyrir fólk sem kemur úr usturborginni til a komast að vestasta hluta Kleppsvegar. Minna álag á þröngar íbúagötur eins og Rauðalæk og Brekkulæk.

Þetta!! Við búum á Kleppsvegi 46 (horn Kleppsvegs og Dalbrautar) og til að komast heim af Sæbraut úr austri? þurfum við iðullega að keyra Rauðalækinn sem er innilega kjánalegt því húsið (og fleiri) stendur beinlínis við Sæbraut en býr til aukna umferð um Rauðalæk.

Minnkum aukna umferð um Rauðalæk og Brekkulæk og auðveldum íbúum að komast að heimili sínu frá Sæbrautinni.

Góð hugmynd. Einnig mætti skoða að breyta gatnamótum hjá Sæbraut/Laugarnesvegi og gera ökumönnum þannig kleift að beygja út af Sæbraut inn á Laugarnesveg óháð aksturstefnu

Algjörlega sammála, þarf að laga þetta

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún er ekki framkvæmanleg með tilliti til umferðaröryggis. Hugmyndin flokkast sem öryggisverkefni. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information