Taka í burtu hraðahindranir á gatnamótum við Hólmgarð/Grensásveg og við Hæðargarð/Réttarholtsveg.
Tilgangurinn er að gera fótgangandi auðveldara fyrir og akandi erfiðara, og þannig á það að vera.
Það eru margar hraðahindranir í Hólmgarði og Hæðargarði (sem er prýðilegt) og svo eru tengingar við Grensásveg annars vegar og við Réttarholtsveg hins vegar. Það eru hraðahindranir á þeim gatnamótum; ef fólk er að aka upp Hæðargarðinn yfir Grensásveg eða inn á hann, eða út úr Hæðargarði hinu megin og inn á Réttarholtsveg. Þetta veldur mörgum og mjög oft vandræðum vegna þess að báðu megin eru gatnamótin upp í mót og svo kemur búngan aðeins til að auka á vandræðin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation