Á lóð Breiðagerðisskóla er glæsilegur nýr sparkvöllur. Setja þarf tímastilli á ljósin sem lýsa upp völlinn þannig að þau fylgi ljósastaurum í hverfinu og að á þeim sé slökkt milli kl. 22:00 fram á morgun.
Æskilegt er að notkun á vellinum fylgi útivistartíma barna. Með því að hafa þetta í föstum skorðum geta allir verið vissir um að ljós sé á vellinum fram til kl. 22:00 og þannig er hægt að hvetja til notkunar á honum. Í haust var oft slökkt á kösturum þegar þörf var á að hafa þá kveikta, að undanförnu hefur völlurinn verið upplýstur að næturlagi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation