Lagfæra körfuboltavöllinn við Fossvogsveg

Lagfæra körfuboltavöllinn við Fossvogsveg

Börn, unglingar og fullorðinr hafa löngum unað sér við leiki á þarna... en ekki lengur. Því völlurinn er farinn að láta á sjá. Malbikið á honum er allt undið, svo hann er orðinn óhæfur til boltaleikja. Reisa þarf boltahelda girðingu í kringum hann, eins og á að vera í kringum körfuboltavelli.

Points

Þetta er frábært leikjasvæði á fallegum stað sem enginn getur notað lengur. Fyrir ca 4 árum var sett ca 1m girðing við völlinn þar sem vegurinn er, en hún dugir ekki, því þetta er körfuboltavöllur en ekki sparkvöllur. Boltar þurfa að fá að fljúga hátt á slíkum velli. Há girðing kemur í veg fyrir að boltar skoppi út á götuna... og ærslafullir unglingar og börn æði á eftir, með tilheyrandi hættu.

Þegar NBA-æðið stóð sem hæst um miðjan tíunda áratuginn þá komu bestu street-ball-spilarar borgarinnar á hverju kvöldi á þennan völl. Það var því nóg um að vera þarna og körfuboltaveisla í boði fyrir áhorfendur jafnt sem leikmenn. Upphefjum þennan gimstein aftur til fyrri stöðu og gerum vel með þennan völl. Hugsanlega þyrfti að athuga með einhver bílastæði þarna í nágrenninu þar sem margir hafa oftast lagt upp á gangstéttina hinum megin við götuna þegar þeir mæta og spila.

Á fundi með þáverandi borgarstjóra, fyrir nokkrum árum, var tillaga mín um að sett yrði upp girðing við körfuboltavöllinn til varnar að bolti skoppaði á götuna og börn myndu síðan hlaupa á eftir boltanum, samþykkt sem sérstakt forgangsverkefni. Síðar sama sumar var síðan girðing sett upp, rúmlega 1 meters há!!! Slík girðing við körfuboltavöll er bara sýndarmennska, því hún er langt frá því azð þjóna tilgangi sínum. Ég hafði margoft samband við hinar ýmsu skrifstofur í borgarkerfinu, sem og borgarstarfsmenn, en það skilaði engu. Þeir skildu ekki sjálfir tilgang girðingarinnar og hvað þá ábendinguna.

Frábært ef hægt væri að framkvæma. Mig langaði til að benda á körfuboltavöll sem er ekki langt frá, á græna svæðinu milli Giljalands og Geitlands (eða Giljalands). Engir bílar nálægt og því algjört næði og öryggi. Gaman væri að sjá annan hvorn þessara valla í spilanlegu ástandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information