hólfaskiptar ruslafötur í miðbæinn
Einföldum fólki að endurvinna
Já spáðu líka í hve mikill peningur væri í því ef fólk myndi henda dósum og glerjum í þess háttar ruslatunnur. A.m.k. myndi það gera því fólik sem safnar dósum auðveldara fyrir.
Einfalt og ódýrt. Setja upp aðrar ruslafötur í stað þeirra sem fyrir eru í miðbænum. Þær nýju ættu hins vegar að hafa nokkur hólf til að hægt væri að flokka það rusl sem sett er í þær sem yrði svo endurunnið. Hef séð þetta víðs vegar um Evrópu og ótrúlegt að við skulum ekki hafa gert þetta enn. Nóg væri að hafa þrjú hólf til að byrja með: pappír, skilagjaldaskilt (flöskur, dósir ofl.) og almennt rusl. Í raun væri hægt að hafa þetta í öllum hverfum, en hagkvæmast væri að hafa þetta í miðbænum.
Rétt. Auðvitað er þetta best.
Algerlega. Það þyrfti að leggjast í mikið átak á landsvísu til að fá fólk til að breyta hugsunarhættinum sínum. Markvissar auglýsingarherðferðir með fræðslugildi í huga, í stað þessara tilfinningaríku auglýsinga sem nýverið hafa sést, t.d. þessar með ungu stelpunni sem er að endurvinna Cheerios pakkann með pabba sínum. Sjónvarpsinnslög með sýnikennslu, plaköt útum allt og ókeypis grænar endurvinnslutunnur í hús á Rvk (hugmynd sem farin er í vinnslu á betri rvk) Reyndar er Rvk farið af stað með herferðina "grænu skrefin" sem tekur þetta alla leið http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4413 Frábært framtak, en það þarf bara að fá e-n aðila eða áhugasama tengiliði á vinnustöðunum/húsfélögunum útí bæ til að starta þessu og kynna. Átak eitt og sér, er ágætt en nær ekki mjög langt.
Það þyrfti ekki einu sinni að hafa poka í dósa/flösku partinum af tunnunum. Það hólf myndi tæma sig 'sjálft' daglega. Það myndi síðan draga úr förgunarkostnaði, þar sem dósasafnarar finna aldrei allt í ruslinu og því færi eftir þetta minna rusl á haugana.
Ég reyndar vill leggja til að farið verði út í umfangsmeiri verkefni, þar sem farið væri út í hönnun á nýrri tegund sorptunnu og annrra "húsgagna" útiumhverfis í borginni. Hugmyndin væri þar að með nýrri og endurbættri hönnun væri bæði hægt að hann með tilliti til nýrra krafna, nýrrar þekkingar og þeirra aðstæðna sem þetta á að vera í (hiti, kuldi,álag, skemmdir, viðhald). Hönnunin ásamt hönnun á nýju þjónustukerfi við þessi húsgön, myndi svo virka hvetjandi á almenning, að henda rusli, flokka og nýta umhverfið með jákvæðari og meiri hætti en gert er í dag.
Það mætti líka bæta við fleiri ruslatunnum í miðbæinn. Td þegar eitthvað er um að vera mættu vera ruslagámar í miðborginni
Það að fólk skuli vera fífl, ógildir ekki gæði eða gróða hugmyndarinnar. Það mun bara taka 2-3 ár að venja fólk á þetta. En það er alveg rétt hjá þér að íslendingar (ég alhæfi hér dálítið óvarlega) eru alveg gríðarlega ómeðvitaðir um svona hluti. Það eru hólfaskiptar tunnur í boði út um allan heim, og fólki þar þykir ekki tiltökumál að flokka. Hér væla menn og skæla og kvarta yfir að þetta sé svo flókið! Við erum bara aumingjar með hor, sem nennum bókstaflega ekki að þurfa að hafa neitt meira fyrir lífinu en hið gjörsamlega allra minnsta sem hægt er að komast af með. Og að þurfa að ákveða í hvaða tunnu á að henda er bara alltof erfið og mikil vinna.
Ég vinn annars á vinnustað þar sem er nýbúið að innleiða flokkunarkerfi. Í stað einnar tunnu áður, eru núna 5 tunnur. Á Akureyri er þetta gert á hverju einasta heimili og þykir ekki tiltökumál, en á mínum vinnustað er bara STÓRMERKILEGT hvað sumir (alls ekki allir og alls ekki meirihlutinn) eru bara svo mikið á MÓTI þessu. Þeir hreinlega NEITA að taka þátt í þessu, og henda VILJANDI í þá tunnu sem er næst þeim.. alveg óháð því hvort þeir séu kannski að henda matarleifum í Hreint Plast dallinn. - Hvað getur maður gert, gegn slíkum fáránleika?
Það væri fróðlegt að fá tölur um hve mikið sorp þetta er og hver kostnaðurinn við þetta væri. Væri peningnum hugsanlega betur varið í að auka flokkun frá heimilum og gera þeim það auðveldara á einhvern hátt.
Einfalt og umhverfisvænt
Ég var fyrir nokkru í Austurríki og þá sá maður hvað hægt er að fá fólk til að gera! Þar voru heimilisruslafötur bara fyrir plastið, margskiptar, allt eftir því hvaða lit plastið hafði, hversu hert það var o.s.frv. En ég held að við eigum ansi langt í land með það. Við þurfum bara að fá almennilegt átak í gang til að breyta hugsunarhætti fólksins og hvetja það áfram.
Er þetta ekki partur af þeiri alsherjarbreytingu sem þarf að eiga sér stað í samfélaginu okkar? Við þurfum að verða meðvitaðri um aðra hluti en okkar eigin þægindi, auk þess sem endurvinnsla eykur þægindi til lengra tíma litið þar sem hún sparar peninga og stuðlar að betra umhverfi.
Undra afhverju þetta hefur ekki verið sett upp nú þegar. Mætti líka íhuga að bæta 4. Flokknum við og flokka þannig plast frá almenna ruslinu. Hvað varðar hugsunarleysi þeirra sem koma til með að nota ruslatunnurnar varðar þá er löngu kominn tími á að við Íslendingar förum að taka ábyrgð á umhverfismálum og þá sérstaklega flokkun. Þetta gæti einnig hvatt fólk til að flokka heima hjá sér.
Dósasafnarar eyðileggja oft ruslastampa sem nú eru uppi. Nýju tunnurnar þyrftu að vera aðgengilegri fyrir þá þannig að þeir gætu gengið að góssinu án þess að eyðileggja þær með tilheyrandi kostnaði fyrir skattborgarana.
Með því að hafa sérstakt hólf eða grind fyrir dósir, þá þurfa dósasafnarar ekki að róta í ruslinu. Allir græða
hvað fara margir take-away bollar í blandað rusl á götum borgarinnar á hverjum degi? Ég geng gjarnan með barnavagn þessa dagana og lít stundum út eins og compúlsífur safnari þar sem ég fæ það ekki af mér að henda endurvinnslu rusli í blandaðar tunnur borgarinnar, en kýs frekar að bera það allt heim til mín! flokkunartunnur eru nauðsyn og ættu að koma í staðin fyrir gömlu tunnurnar út um alla borg.
Ég er borinn og barnfæddur Reykvíkingur en flutti til Akureyrar í vor. Hér er flokkað. Ég kom til Reykjavíkur fyrir skemmstu og ég verð að segja að það stuðaði mig verulega að sjá hversu lítið borgarbúar pæla í sorpinu sínu. Það er svo einfalt að flokka - ef maður hefur rétta búnaðinn. Maður þarf að fá sér nokkra plastkassa með loki - ég keypti nokkra í Ikea á eitthvað um tíuþúsundkall. Nákvæmlega ekkert mál og þetta er í raunin!ni bara gaman. En mikið skelfilega notar maður mikið plast!
[Tek það fram að ég styð hugmyndina...EN...] Ég hef unnið á almenningsstað þar sem boðið var upp á grunnflokkun sorps. Mikil vinna fór í að endurflokka í lok hvers dags enda virtist fólk enganveginn skilja hvað var hvað, sama hvernig það var merkt. Samhliða þessu þyrfti að fara í alræmda auglýsingaherferð, mennta ungmennin, fara með erindi í félagsheimili eldri borgara og svo framvegis. Ég fíla þetta... en þetta er ekki svona einfalt.
Var á Ítalíu á dögunum og sá mér til mikillar ánægju að víða á opinberum stöðum voru komnir 4 hólfa rusladallar. Mismunandi litir fyrir mismunandi flokka, en einnig góðar merkingar. Þetta er til mikillar fyrirmyndar. Þetta er mjög umhugsunarvert, ekki síst í ljósi þess að S-Evrópa hefur nú oftast verið á eftir Norðurálfunni í þessum efnum. Þannig að.. Fyrst Ítalir geta þetta, þá...
Það er skammarlegt hversu langt við erum á eftir Evrópu í þessum málum. Með því að auglýsa og láta fylgja útskýringar, eins og t.d. er gert í Háskóla Íslands, er hægt að draga verulega úr því að fólk endurvinni vitlaust. Best er að skoða þau kerfi sem nú eru í noktun, eins konar þrískipt litakerfi væri hentugt.
Hjálpum fólki að endurvinna
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation