Taka betur tillit til bíla í Reykjavik

Taka betur tillit  til bíla  í Reykjavik

Að mínu mati hefur verið gengið of hart fram við að takmarka bíla umferð í Reykjavík. Fækkun bílastæða og þrenging gatna eru gott dæmi um það. Taka þarf tillit til þarfa eldri borgari sem eru ekki á reiðhjólum eða hlaupahjólum og hafa vanist þeim þægindum sem bíllinn bíður uppá . Samráð !!

Points

Sá sem gerði þessi tillögu hefur greinilega ekki notað mikið af öðrum ferðamátum en einkabílinn sinni. Það er eiginlega sláandi hvað öll borgin hefur í marga áratugi verið gjörsamlega hönnuð með einkabílinn að leiðarljósi. Mér finnst bara mjög nauðsynlegt að það sé búið til svigrúm fyrir fjölbreyttari ferðamáta sérstaklega í ljósi þess að einkabíllinn er sennilega óhagkvæmasti möguleginn ferðamátinn í borgum m.t.t. mengunar, traffík og bara gjaldeyris.

Bílar menga, auka kolefnispor og kosta samfélagið mikið. Varðandi bílastæði þá eru þau mjög slæm nýting á verðmætu landi. Við eigum frekar að fækka þeim og leggja nýja hjólastíga eða nýta sem græn svæði. Þrenging gatna er góð leið til að minnka hraða og hefur verið gert t.d. nálægt grunnskólum sem eykur öryggi gangandi og er hið besta mál.

Fólk sem gengur og hjólar heldur heilsu lengur. Eldri borgarar geta ekki allir keyrt bíl. Verið er að auka fjölbreytni í samgöngum sem nýtast öllum, líka eldri borgurum. Bílastæðum hefur ekki fækkað, nema mögulega í hlutfalli við íbúafjölda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information