Reykjavíkurborg tryggir það að börn fái leikskólapláss frá og með þeim tíma að rétti foreldra til fæðingarorlofs lýkur.
Í skýrslu BSRB frá árinu 2017 kemur í ljós að á höfuðborgarsvæðinu eiga foreldrar að jafnaði kost á leikskólaplássi frá tæplega 22 mánaða aldri barns. Þetta er bagalegt þar sem fæðingarorlof er aðeins 10 mánuðir. Einn af grunnstöplum lýðræðisins er aðgengi fólks að samfélaginu, við verðum að byggja samfélag þar sem foreldrar eiga afturkvæmt til vinnu og þurfa ekki að taka launalaust leyfi til að sjá um börnin sín. Tryggjum börnum í Reykjavík leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation