Ljúka þarf gerð gangbrautar yfir Langholtsveg við Sunnutorg. Þegar er gert ráð fyrir gangbraut á þessum stað en hún er ómerkt í alla staði, þ.e. ekkert gangbrautarmerki er til staðar og gatan sjálf ekki strikamerkt.
Hér þarf að draga úr slysahættu. Bæði gangandi vegfarandi og bílstjóri gætu talið sig rétthærri og þá er voðinn vís. Hef margoft orðið vitni að því að annahvort bílstjóri eða vegfarnandi hefur þurft að snarstoppa/hemla til að forðast stórslys.
Tek undir þetta. Víða eru markaðar gönguleiðir yfir Langholtsveg með tvískiptum umferðareyjum sem gangandi mega ætla að séu gangbrautir. Það eru samt ekki gangbrautir. Mjög villandi fyrir gangandi og akandi umferð. Sama ástand er í Álfheimum. Þessar stóru umferðargötur þurfa sárlega á úrbótum að halda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation