Bílaumferð - Bílastæði

Bílaumferð - Bílastæði

Ef þessi hugmynd um miðbæjarleikskóla og fjölskyldumiðstöð verður að veruleika má fastlega gera ráð fyrir aukinni bílaumferð á svæðinu í kring. Ég tel rétt að þetta verði haft í huga við hönnun mannvirkisins auk þess sem hugað verði að bílastæðum sem tilheyra eiga þessari byggingu.

Points

Mig langar að bæta við þessa umræðu að fyrst og fremst sé hugað að öryggi barna þegar hugsað er um umferðina að skólanum. Dæmi um það sem ætti að forðast að bílar keyri yfir gönguleiðir/gangstéttir eins og við Lindarborg. Hafa góðar og vel merktar gangbrautir þar sem það þarf o. frv.

Ég er sammála þessu og vil styðja þá hugmynd að þessi leikskóli fái sín eigin bílastæði enda er í dag afleit aðkoma fyrir bíla að Barónsborg og Njálsborg. Það er ekki í lagi að ætlast til að foreldrar leggi bílum sínum bara í Njálsgötu þegar við komum með börnin okkar eða sækjum þau. Þessi stæði eru nær alltaf tekin þrátt fyrir skilti sem eiga að halda þeim fyrir leikskólann. Þessi skóli þarf sér bílastæði sem eru í eigu skólans og ekki fyrir almenning, amk ekki milli 08-18

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information