Brekku eða stóran hól fyrir krakka og unglinga til að renna sér á veturnar.

Brekku eða stóran hól fyrir krakka og unglinga til að renna sér á veturnar.

Að útbúa stærri hól eða brekku í laugardalnum ti að renna sér þegar nægur snjór er. Gæti verið hentugt að gera brattari brekku fyrir neðan gömlu þvottalaugarnar fyrir ofan laufarásveginn.

Points

það var frekar vandfundið að finna góða brekku, þegar ég fór með son minn til að renna sér niður á sleðanunum í snjónum um daginn. En þegar við komum að gömlu þvottalaugunum sá langa brekku, en hún var ekki nógu brött til að geta runnið niður, þar sem þvottalaugavegur er, en það gæti verið hentugt að byggja aðeins brattari brekku eða hól upp við laugarásveg sem, með tilheyrandi girðingum og örryggi svo börnin fari ekki út á götuna. þetta þyrfti ekki að vera mikil aðgerð.

Ef þú gengur upp Dyngjuveginn kemstu að flottri brekku þar fyrir neðan ( á milli Dyngjuvegs og Laugarásvegs). Getur gengið niður stiga að brekkunni. Við lékum okkur alltaf þar á sleðum á sínum tíma.

Kannski væri bara betra að búa til góða brekku í fjölskyldugarðinum sem nýttist sem sleðabrekka á veturna (og hafa þá þann hlut garðarins opinn) og sem hljómleikabrekka á sumrin !

Faghópur Umhverfis- og skipulagssviðs skoðaði þessa hugmynd í morgun og fannst verkefnið áhugavert. Hópurinn mun skoða hugmyndina betur á næstu dögum, m.a. til að meta framkvæmanleika og umfang hennar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information