Öryggi barna - GANGBRAUT á Hofsvallagötu móts við Sólvallagötu. Zebra og upplýst

Öryggi barna - GANGBRAUT á Hofsvallagötu móts við Sólvallagötu. Zebra og upplýst

Til að komast yfir Hofsvallagötu, en mörg börn fara þarna á hverjum morgni, þarf að fara yfir umferðargötu þar sem gönguljós eru niðri við Hringbraut eða upp við hornið við Landakot. Börnin sækja hvorki niður eða upp götuna að gönguljósunum heldur skella sér beint yfir. Þarna vantar zebramálningu og ljóskastara. Auk þess er búinn að vera þarna slæmur vatnspollur í meira en ár vegna þess að niðurfallið virkar ekki.

Points

Ökumönnum ber að stöðva við gangbrautir ef gangandi vegfarandi ætlar yfir götuna. Hraðahindrun skyldar ekki ökumenn til að stöðva. Upphækkuð og sebramerkt gangbraut væri þó líklegast besta lausnin við Vesturbæjarskóla.

Frábært hugmynd. Einnig mætti athuga á sama hátt að breyta hraðahindrun á gatnamótum Bræðraborgarstígs og Ásvallagötu. Börnin nota frekar sebrabrautir og ég er 1x búin að koma í veg fyrir að keyrt væri á barn á þessum gatnamótum sem notaði ekki hraðahindrunina heldur fór á öðrum stað yfir götuna (ég flautaði og sem betur fer stoppuðu bæði bíll og barn, annars hefði farið illa). Bílum er lagt alveg upp við hornið og erfitt fyrir ökumenn að sjá börn sem skjótast út á milli bílana.

Hraðahindranir geta verið villandi fyrir börn sem álíta að bílar eigi að stoppa og er afar brýnt að efla umferðaröryggi barnanna við skólann. Hraðahindranirnar sem um ræðir eru á Framnesvegi, Sólvallagötu og Vesturvallagötu. Með litlum tilkostnaði er hægt að breyta þeim í gangbrautir.

Það er mikil gangandi og hjólandi umferð í kringum skólann og ekki bara á skólatíma. Öryggi mundi aukast til muna ef gagnbrautir væru settar á hraðahindranirnar.

Mjög sammála þessu, bæði í kringum Vesturbæjarskóla og almennt. Ég hef heyrt að gangbrautir séu taldar veita falskt öryggi, en af reynslu minni sem gangandi vegfarandi tel ég þessu öfugt farið, hraðahindranir og úrtökur út gangstétt þar sem gengið er yfir skapa mun frekar falskt öryggi, eru villandi og skylda ökumenn auk þess ekki til að stoppa. Sebrabrautir skilja allir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information