Fylgjast með Gistirýmum í hverfinu

Fylgjast með Gistirýmum í hverfinu

Hversu mörgum íbúðum er búið að breyta í gistirými fyrir ferðafólk? Hversu mikið má breytast í gistirými fyrir ferðafólk og hvaða áhrif hefur það á hverfið? Ferðafólk hefur að mörgu leyti góð áhrif á verslun og þjónustu í hverfinu en það fylgir þeim líka margt annað og það getur verið skrýtið þegar heilu og hálfu göturnar breytast í gistirými. Þá eiga íbúar alltíeinu enga nágranna. Það þarf að fylgjast með þessu, móta stefnu og ræða með íbúum og ferðaþjónustuaðilum.

Points

Er ekki aðallega gott mál að ferðafólk skuli nenna að koma til Íslands og að það skuli dreifa sér að einhverju leyti meðal íbúa, viljum við það ekki sjálf þegar við förum erlendis, að ná tengingu við íbúa á staðnum? Hreinlega ekki viss hvað þú átt við með að "margt annað" fylgi þessu fólki, að heilu og hálfu göturnar breytist í gistirými og að maður eigi allt í einu enga nágranna? Þetta er amk víðs fjarri því sem ég upplifi hér í Vestubæ þar sem ég bý nálægt Melabúð.

Held ekki að íbúar í Vesturbæ-Suður (Melum, Högum, Skjólum ...) finni fyrir þessu samanber rök á móti hér til hliðar. Hugmyndin gengur heldur alls ekki útá að útrýma ferðamönnum heldur þvert á móti að fylgjast með því hvernig ferðamannaiðnaðurinn hefur áhrif á íbúahverfi og skoða leiðir til þess að íbúahverfi haldi áfram að vera íbúahverfi í sátt við ferðamannaiðnaðinn. Þegar upp er staðið mun að efla ferðamannaiðnaðinn að hlúa vel að því sem er lókal. Þetta vinnur saman, Pétursbúð er gott dæmi

Það er ekki sama hvernig ferðaþjónustan þróast í hverfinu.

Eins og er geta ferðamenn bæði haft verulega góð en jafnframt slæm áhrif á menningu Reykjavíkur. Það er góð hugmynd að fylgjast með straumi ferðamanna og staðsetningu gistiheimila og hótela, því eins og er eru a.m.k. 7 gistiheimili einungis á neðsta hluta Ránargötunnar! Enn fleiri gistiheimili er einnig að finna í næstu götum sem og; Bárugötu og Vesturgötu. -Það finnst mér persónulega full mikið af Hostelum á sama reitnum.

Í götum þar sem mikið er um gistheimili, eins og í neðsta hluta Ránargötu, eru rútur að koma á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi hurðaskellum og hávaða. Þetta er ekki síst um miðjar nætur þegar verið er að sækja ferðamenn út á flugvöll. Ég veit til þess að sumir íbúanna við Ránargötu eru hættir að sofa götumegin vegna þessa. Því er mjög mikilvægt að skoða kosti og galla þess að hafa gistiheimili í íbúðagötum og meta hvort er betra, að setja þau öll á sama stað eða takmarka fjölda þeirra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information