Á hringnum Suðurhólar, Norðurhólar, Vesturhólar eru þó nokkrar hraðahindranir en flestar eru þó í Suðurhólum og Vesturhólum. Í Norðurhólum aftur á móti vantar hraðahindranir því bílstjórar eiga það til að gefa vel í þegar hraðahindrunum í þegar þeir koma inn í Norðurhólana. Hraðahindranir draga úr slysahættu og mengun.
Hraðahindranir í Norðurhólum auka umferðaröryggi allra, hvort sem það eru tvífætlingar eða ferfætlingar sem mjög oft eiga leið um Norðurhólana með eigendum sínum. Slíkar hindranir munu líka auka öryggi þeirra sem aka um þessa götu.
Hraðahindranir draga ekki úr mengun heldur þvert á móti, að þurfa að bremsa og svo gefa aftur í eyðir meira eldsneyti og þar af leiðandi mengar meira. Einnig geta hraðahindranir dregið úr athygli ökumanna á það sem er framundan eftir hraðahindrunina þar sem ökumenn eru að fylgjast með hraðahindruninni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation