Gera gangstéttir í hverfinu hjólavænni.

Gera gangstéttir í hverfinu hjólavænni.

Mikið vantar upp á að t.d. gangstéttarkantar séu aflíðandi við gangbrautir eða á augljósum stöðum (til dæmis við innkeyrslu á elliheimilið Dalbraut 18, þar er minnir mig aflíðandi kantur öðru megin en ekki hinum megin!). Þetta ætti að vera ódýr framkvæmd en öllu hjólafólki til mikillar gleði, sem og barnafólki sem fer með kerrur og barnavagna.

Points

Það er óþolandi að hjóla yfir háa gangstéttarkanta og of mikið af þeim er í hverfinu okkar á stöðum þar sem ættu augljóslega að vera aflíðandi kantar - til þæginda fyrir hjólafólk og barnafólk!

Frekar ætti að leggja áherslu á hjólastíga eða merkt svæði á götum fyrir hjólafólk. Það er ekki þægilegt fyrir gangandi né hjólandi að deila gangstéttunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information